Stórmerkileg rök, eða kannski ekki.

  Ég hef verið að glugga í netmiðlana og blöðin. Því Björn Bjarnason svaraði þingmönnum því til að rök fyrir ákvörðun sinni að brjóta upp embætti Lögreglu- og Tollstjórans á Suðurnesjum væri meðal annars að finna í skýrslu ríkisendurskoðunar frá nóvember 2007 um aðgerðir gegn innflutningi fíkniefna. Svo ég leit á þessa skýrslu og sé ekki betur en að í henni sé að finna ágætis rök en ég finn líklega ekki þau rök sem Björn er að vísa í. Dómsmálaráðuneytið er nefnilega bara búið að segja að það séu rök fyrir þessari ákvörðun en vegna hluta sem eru mér alveg dulin virðist alveg ómögulegt að fá að sjá þessi rök. Björn bendir á í pistli á síðu sinni að  “Í nóvember 2007 gaf ríkisendurskoðun út skýrslu um stjórnsýsluúttekt á tollgæslu gegn fíkniefnum og þar kemur fram, að skynsamlegt sé að stofna embætti ríkistollstjóra, sem fari með fjármálastjórn og boðvald á landsvísu. Eðlilegt er að fara að þessari tillögu og er ákvörðun mín um að fjármálaráðuneyti fari með tollgæslu á Keflavíkurflugvelli í samræmi við hana.” Hvernig tengist ákvörðun Björns um að færa rekstur tollgæslunnar á Suðurnesjum annað og stofnun embætti ríkistollstjóra? Það get ég með engu móti séð. Þá er í sömu skýrslu, sem kannski má benda á að ríkisendurskoðun gerði vegna aðgerða gegn innflutningi á fíkniefnum almennt en ekki sérstaklega gagnvart einni stofnun. Bent á að  Ríkisendurskoðun telur þó að nýta megi betur þá fjármuni sem varið er tilþessa verkefnis með vissum breytingum á umgjörð eftirlitsins, bættum aðferðumvið áhættustjórnun og efldri samvinnu stofnana.”

Ekki veit ég hvort það þarf að skýra út fyrir stjórnmálamönnum að hjá Lögreglu- og Tollstjóranum á Suðurnesjum eru margir hlutar embættisins sem eru notaðir í samvinnu tollgæslu og löggæslu. Ég þori því að fullyrða það að reka embættin aðskilin kostar meiri peninga en að reka þá saman.

 

Björn Bjarnason hefur haft gaman af því að benda á að fjárlög séu einnig lög og Jóhann R. Benediktsson hafi ekki farið að öllu eftir þeim því embætti Lögreglu- og tollstjórans á Suðurnesjum hafi verið rekið með halla. Því er ekki hægt að neita að er alveg rétt hjá ráðherra og er einkennilegt að ráðherra geri ekkert í því.

 

Það má kannski líka líta á hlutina frá því sjónarhorni að kostaður embættisins er 80% - 85% laun ríkisstarfsmanna. Öllum ætti að vera alveg ljóst að laun ríkisstarfsmanna eru ekkert samkomulagsatriði Jóhanns R. Benediktssonar og starfsmanna hans ( þar á meðal mér ). Heldur hlutir sem er búið að ákveða í kjarasamningum og ekkert er hægt að víkja frá hvorki upp né niður. Eftir standa 15% til 20% sem ég hef ekki þekkingu til að segja hvað fara í en ég veit þó að fjöldi starfsmanna hjá embættinu hefur ekki verið sá sem hann átti að vera en samt er ekki nóg af peningum? Skrítið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband