Lög nr. 49 frá 2005

10.gr

Heimilt er að láta dómþola hefja afplánun án boðunar eða áður en afplánun á að hefjast samkvæmt boðun fremji hann refsiverðan verknað á ný, hætta er talin á að hann reyni að koma sér undan refsingu eða almannahagsmunir mæla með því.

þarf e-h að ræða það?


mbl.is Var ekki látinn vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Almannahagsmunir hvers?

Guðmundur (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 06:44

2 identicon

Er það ekki almannahagsmunir þegar menn svívirða Alþingi Íslendinga ata það drullu og aur.

Þannig menn viljum við taka úr umferð svo þeir spilli ekki fyrir málefnalegum mótmælum.

andri (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 08:42

3 identicon

Íslenska lögreglan hefur alltaf haft þann sið að taka fólk úr um ferð, þegar þeim hefur sýnst svo, hvort sem hún hefur til þess lagalegan rétt eða ekki. Bróðir minn var handtekinn þar sem hann sat við matborðið heima hjá sér að fara gæða sér á ýsunni með börnunum, það var þegar Nixon var í bænum.

Önnur tvö systkini mín voru að spóka sig í blíðunni á Þingvöllum á ellefuhundrað ára afmæli landnáms þegar bankað var í öxlina á þeim og þau handtekin.

Ekkert þeirra hafði nokkuð saknæmt unnið.

Ásdís Thoroddsen (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 08:49

4 Smámynd: Páll Ingi Pálsson

Ásdís mín, AUÐVITAÐ hafa þau ekkert saknæmt unnið. Er það ekki? Skrítið að svona gerist aldrei fyrir mína fjölskyldu þegar hún situr róleg við matarborðið eða í lautarferðum á Þingvöllum.

Ef lögreglan gerir eitthvað gagnvart þér sem er ólöglegt þá er lítið mál að fara með það mál fyrir dómstóla. Hérlendis eru margir færir lögfræðingar sem gætu auðveldlega unnið slíkt mál. Þ.e. ef það er augljóslega brotið gegn mannréttindum þínum / þinna.

Því fleiri sem tilkynna eða kæra ólöglegt framferði lögreglu, því meiri líkur eru á að slíkt gerist ekki aftur. Það er væskilsháttur að gera ekkert í málinu og gráta síðan yfir þessu á bloggsíðum landsins.

Páll Ingi Pálsson, 24.11.2008 kl. 11:31

5 identicon

Sófus: Er það lögbrot að flagga bónusfána á Alþingishúsinu? Ef svo er hvers vegna er ekki búið að kæra athæfið? Það hlýtur að vera forsenda handtöku.

Karma (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 15:57

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Karma hittir naglann á höfuðið

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband