Það getur verið erfitt að halda sig við staðreyndir
30.4.2008 | 10:37
Það kemur ekki á óvart frekar en fyrri daginn að Ungir Jafnaðarmenn geta ekki haldið út einni ályktun án þess að fara með rangfærslur.
Er til of mikils ætlast að fólk kynni sér hlutina áður en það fer að tjá skoðanir sínar á þeim.
UJ hafna hugmyndum um varalið lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það yrði gaman að fá upptalningu á öllum þessum rangfærslur.
Kveðjur :)
Þórir Hrafn Gunnarsson, 30.4.2008 kl. 13:37
rangfærslum....
Þórir Hrafn Gunnarsson, 30.4.2008 kl. 13:37
Hvar hefur komið fram að vara-lið verði "hálf-þjálfað" og "mörg hundruð"??
Þetta eru rangfærslur ef ekki ranghugmyndir.
Daði Þorkelsson, 30.4.2008 kl. 14:19
Sæll,
Í fyrsta lagi:
ítrekað hefur komið fram að í þessu varalið verði minnst 240 manns.
Má nefna sem dæmi hér:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/03/29/tillogur_um_240_manna_launad_varalid_logreglu/
og hér:
http://www.bjorn.is/greinar//nr/3960
Í öðru lagi:
Það fellst í sjálfri skilgreiningunni á orðinu varalið að það verði ekki þjálfað eins vel og alls ekki á sama hátt og almennir löggæslumenn. Sjá t.d. hér úr grein Björns:
"Lögregla kann hins vegar að þurfa á annars konar liðsauka að halda og hafa mér verið kynntar tillögur embættis ríkislögreglustjóra um 240 manna launað varalið lögreglu og almannavarna vegna sérstaks löggæsluviðbúnaðar. Yrðu varaliðsmenn kallaðir til starfa úr röðum björgunarsveitarmanna, slökkviliðsmanna, sjúkraliðsmanna, öryggisvarða, friðargæsluliða og fyrrverandi lögreglumanna eftir sérstaka þjálfun á vegum ríkislögreglustjóra."
Ef að hugmyndin sé sú að hafa þessa varaliðs menn að öllu leyti jafnvel þjálfaða og aðra lögreglumenn, með sömu kröfur um færni og þjálfun, er frekar furðulegt að kalla þá varaliðsmenn. Reyndar væri þá sérstaklega vert að benda á að kostnaður við varaliðið yrði þá stórfenglega vanmetinn enda hlytu launakröfur varaliðsmannana að miðast við þær kröfur sem gerðar eru til þeirra í starfinu.
Rétt er reyndar að benda á að í ályktun UJoð er sérstaklega farið yfir þann möguleika á að "Verði lagt upp með að varalið sé jafnvel í stakk búið og fullþjálfað lögreglufólk væri nær að verja peningunum í að fjölga í almennri löggæslu. "
Ég ítreka því ósk mína eftir rangfærslum í ályktuninni. Það sem þú hefur komið fram með hingað til er eingöngu eigin misskilningur og tilraun til annars flokks orðaleikja.
Kveðjur :)
Þórir Hrafn Gunnarsson, 30.4.2008 kl. 16:32
Já þarna eru tillögur ríkislögreglustjóra um hugsanlegan fjölda og rosalega margt sem gefnar eru hugsanlegar niðurstöður en lítið til að styðja ykkar mál. Enn lítið um staðreyndir.
Ég get ekki séð að það sé orðaleikur hjá mér að benda á hluti í yfirlýsingu ykkar sem er ekki fótur fyrir þegar UJ eru bara að gera ráð fyrir að líklega verði þetta svona og líklega sé ekki hægt að skilja þetta á nokkur annan hátt.
Daði Þorkelsson, 30.4.2008 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.