Þetta getur nú ekki staðist.
7.5.2009 | 08:20
Þetta getur nú ekki verið satt, EINKAaðilar áætla 1.650.000.000-kr. minna en hið opinbera áætlar að hlutirnir kosta. Og ekki nóg með það þeir ætla að framkvæma hlutina fyrir minna en hið opinbera. Hlýtur að vera einhver rangfærsla að hlutir séu betur gerðir í einkaframkvæmd en hjá hinu opinbera.
Frávik frá áætlunum um 1.650 milljónir kr. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta stafar einfaldlega af því að nú eru verktakarnir í harðri samkeppni um þau fáu verk sem í boði eru. Þeir bjóða þess vegna sumir lágt í þau, jafnvel langt undir kostnaðarverði, bara svo þeir hafi vinnu á næstunni. Annars hefðu þeir kannski ekkert að gera og færu þá enn hraðar á hausinn. Það að þetta skuli gefa hinu opinbera kost á að bjóða út fleiri verk en ella er mjög jákvætt, því þá eru fleiri störf í boði handa fólki sem annars yrði atvinnulaust. Skítt með verktakana sjálfa þó þeir tapi einhverju tímabundið, þeir hafa grætt nóg á undanförnum árum á kostnað skattgreiðenda og löngu tímabært að eitthvað af því gangi til baka! Frjálshyggjumenn ættu að geta glaðst sérstaklega því þarna eru jú bara markaðslögmálin að verki...
Guðmundur Ásgeirsson, 7.5.2009 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.