Eins og Björn hafi verið á öðrum fundi!!
29.12.2008 | 21:47
Það er bara eins og dómsmálaráðherra hafi verið á öðrum fundi en þeim sem ég sat með honum í dag.
Eftir að búið var að kynna að embættið fengi rúma 900 milljónir í stað þeirra rúmlega 700 sem það fékk í fyrra og nýtt skipurit, gafst okkur tækifæri á að koma með fyrirspurnir. Sú besta að mínu mati kom fyrst (ekkert verið að geyma það þar til síðast) þremenningarnir (Ólafur, Jón og Halldór) fengu kartöflur til að setja í skóinn sinn fyrir alveg framúrskarandi jólaanda, sendu starfsfólki sínu ekki einu sinni jólakort hvað þá jólagjöf. En eina helst var svo bætt við gagnrýni fyrir að hafa 230 starfsmenn Lögreglustjórans á Suðurnesjum í óvissunni frá því í mars, þegar hringavitleysan byrjaði.
Það var auðvita afsakað, ekki með afsökunarbeiðni heldur því að ekki hefði verið hægt að ræða við okkur því ekki var búið að samþykkja fjárlög. Eru þessir háu herrar þá að halda því fram að þessir starfsmenn hefðu ekki þolað að sjá A eða B plan. Held nú að ég sé búinn að sjá nokkuð mikið að a,b,c eða d plan á þessu ári fyrir vinnuna mína ( það var að vísu þegar Jóhann R. var enn stjóri)
Jæja svo er bara að sjá hvaða tala kemur þegar búið er að leggja saman tölurnar fyrir öryggisgæslu, toll og lögreglu. Það verður örugglega minna en það var á þessu ári.
Nýtt skipurit kynnt í Keflavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.