Hræddir við óvissu.
14.4.2008 | 11:37
Ekki finnst mér skrítið að öryggisverður séu hræddir við breytingar þar sem það er ekkert búið að útfæra hvað kemur í staðinn, bara eitthvað annað.
Björn Bjarnason segir nú að ástæðan sé sú að 16 mánaða gamalt embætti hafi um áraraðir verið rekið með halla og það séu rök fyrir því að breyta en hann vill ekki með nokkru móti segja hvað á að breyta í.
Það er víst ekki nóg að segja bara að skipta embættinu í þrennt það verður að koma útfærsla á sameiginlegum verkefnum, hver á að vinna það sem er nú unnið í sameiningu?
Öryggisverðir andvígir breytingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er eitthvað að hjá Birni. Við er td hér með 45 manna sérsveit sem er álikafjölmenn og sérsveitin í Stokhólmi sem er 970.000 manna borg! Auðvitað þurfum við að hafa velþjálfaða sérsveit hérna og það er bara gott mál. ENN öllu má nú ofgera,að vera með þessa 45 menn í lyftingum í World Class og á skotæfingum alla daga á meðan það eru 12 til 20 lögreglumenn á vakt á öllu höfuðborgarsvæðinu!!!
óli (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.