Jóhanna neydd til að breyta
11.2.2008 | 16:32
Það er alveg ljóst að Jóhanna S. gat ekki annað en breytt þessum hlutum og þetta er nú ekki það flókið að þetta hefði mátt verið komið fyrir löngu. Ég er búinn að standa í stappi við hana og reyna að fá hjá henni viðtal en ekkert gerist. Það er sjálfsagt af því hún veit upp á sig skömmina. Ég er á leið í fæðingarorlof og fæ ekki ráðuneytið til að sjá mun á milli 2 og 3 mánaða. Ég er alveg búin að gefast upp, því svarið sem ég fékk var á þá leið að þetta mál yrði ekki skoðað. Svo ég fer með bros á vör í fæðingarorlof með 60% af þeim launum sem ég hef.
Ég hlakka til að sjá Jóhönnu aftur í stjórnarandstöðu það verður erfitt að gagnrýna aðra þá, þegar maður hefur sjálfur setið í stólnum og ekkert að koma út úr því.
Leggur til breytingar á lögum um fæðingarorlof | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bíddu ég skil þig ekki, verður vont fyrir hana að vera í stjórnarandstöðu þar sem hún er ekkert búin að gera? Hvað með þetta framvarp hér? Hver neyddi hana annars? Þú? Er ekki líklegra að þú hafir ekki fengið áheyrn þar sem hún var að vinna í þessu máli sjálf?
Dídí (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 17:36
Það er ekki gott að gagnrýna aðra fyrir að gera lítið, seint og aðeins þegar maður er neyddur til þess. Þegar maður hefur sjálfur setið og stjórnar og gerir lítið, seint og aðeins þegar þrýstingurinn er orðin svo mikill að maður neyðist til. Hef verið að óska eftir við Jóhönnu aðeins því sem ég á rétt á samkvæmt gömlu reglunum en ekki fengið. Hef verið að óska eftir áheyrn í félagsmálaráðuneiti reglulega í rúma 4 mánuði.
Daði Þorkelsson, 11.2.2008 kl. 19:46
Sæll Daði
Ekki veit ég hvernig þú færð það til að ganga upp að annarsvegar sé verið að láta undan þrýstingi frá þér og hinsvegar fáir þú ekki tækifæri til að koma skoðunum þínum á framfæri við ráðherra ?!
En hvað um það...
Ég þikist reyndar vita að hvorugt sé rétt enda kannast ég hvorki við að Félags- og tryggingarmálaráðherra hafi fengið formlegt erindi frá þér né að fyrir liggi óskir um viðtal. Reyndar er það svo að vikulega hefur ráðherra viðtalstíma sem hver sem er getur bókað sig í. Þá 4 mánuði sem þú segist hafa reynt að komast í viðtal hafa vel á annað hundrað einstaklingar átt slík viðtöl við ráðherra.
Hafir þú enn einhverjar athugasemdir fram að færa, eða vilt koma ábendingum á framfæri við ráðherra hvet ég þig bara til að skrá þig í slíkt viðtal. Viðtalstímarnir eru bókaðir á mánudagsmorgnum með því að hringja í ráðuneytið. Þú getur einnig sent mér erindið ef það hentar þér betur.
Kveðja frá aðstoðarmanni félags- og tryggingarmálaráðherra
Hrannar Björn Arnarsson, 11.2.2008 kl. 23:21
Já Hrannar ég skal sko senda þér afrit af öllum mínum beiðnum um að málið verði skoðað og ég talaði aldrei um þrýsting frá mér, en þrýstingurinn kemur því of margir eru farnir að láta í sér heyra í fjölmiðlum sem virðist vera eina leiðin til að ná athygli ykkar í ráðuneitinu
Daði Þorkelsson, 12.2.2008 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.